Sex Pistols hita upp fyrir tónleikaferð

John Lydon á sviðinu í Roxy Theatre í Los Angeles …
John Lydon á sviðinu í Roxy Theatre í Los Angeles í gærkvöldi. Reuters

Breska pönksveitin Sex Pistols kom saman í litlum klúbbi á Sunset Strip í Los Angeles í gærkvöldi og hélt tónleika fyrir um 500 manns til að hita upp fyrir tónleikaferð um Bretland í desember. Voru þetta fyrstu tónleikar sveitarinnar í fjögur ár.

Að sögn Reutersfréttastofunnar fluttu Sex Pistols nánast öll þekktustu lög sín, þar á meðal Anarchy in the U.K. og God Save the Queen. John Lydon, söngvari, sem áður var þekktur sem Johnny Rotten, var ekki alveg klár á textanum í nokkrum lögum en bætti við nýjum textalínum, svo sem: „Paris Hilton, kysstu á mér rassinn," þegar hann söng Stepping Stone.

Lydon, sem orðinn er 51 árs, kvartaði einnig yfir hita á sviðinu og saup drúgt af rauðvínsflösku en var greinilega í góðu skapi og góðu formi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson