Meintur fjárkúgari af íslenskum ættum lifði tvöföldu lífi

Breska konungsfjölskyldan hefur ekki þurft að kljást við fjárkúgara í …
Breska konungsfjölskyldan hefur ekki þurft að kljást við fjárkúgara í hundrað ár. Reuters

„Ian Strachan notast við tvö nöfn og á sér tvo mjög ólíka lifnaðarhætti," segir í breska dagblaðinu The Telegraph um þrítugan mann sem upphaflega var skírður Paul Adalsteinsson en er nú sakaður um að vera annar þeirra manna sem reynt hafi að kúga 50 þúsund pund út úr meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar. Breskir fjölmiðlar fjalla ítarlega um málið og hafa grafið upp fjölskyldusögu Strachans.

Hann mun hafa tekið upp ættarnafn móðurfjölskyldu sinnar er foreldrar hans skildu þegar hann var 9 ára.

Faðir hans Charlie Adalsteinsson er ekki ríkur Íslendingur eins og hann hefur að sögn breskra fjölmiðla haldið fram í samkvæmislífinu í London heldur rekur hann lítinn fiskmarkað í Cruden Bay sem er í grennd við Fraserburgh á Norð-Austur Skotlandi.

„Ég hef ekki séð hann í langan tíma," sagði faðirinn í samtali við Telegraph.

Strachan bjó í Aberdeen og umgekst fólk sem tengdist viðskiptaheiminum og var sagður stunda fasteignaviðskipti þar.

Fyrir nokkrum árum flutti hann með móður sinni til London þar sem borið hefur á honum í félagslífi hinna ríku og frægu.

Blöðin segja hann hafa státað sig af því að þekkja prinsana Harry og Vilhjálm en samkvæmt skyndikönnun Telegraph kannast enginn við hann úr konunglegum kreðsum.

The Daily Mail setti sig í samband við skrifstofur verjenda Strachans og komst að því að þeir telji hann vera son íslensks hæstaréttardómara sem hafi aðgang að töluverðum fjölskylduauðæfum.

Verjandinn Giovanni di Stefano er með skrifstofur bæði í London og Róm og hefur verið kallaður, lögfræðingur djöfulsins því hann hefur tekið að sér að verja Saddam Hussein og fjöldamorðingjana Harold Shipman, Ian Brady og Kenneth Noye.

Verjandinn hefur sagt fjölmiðlum að hann hafi undir höndum myndbandið sem málið snýst um og að þar komi sjáist hvorki kynlífsathafnir né vímuefnaneysla heldur sé þar samtal þar sem aðstoðarmanneskja „lágt sets" einstaklings innan bresku konungsfjölskyldunnar lýsir munnmökum við hinn konungborna vinnuveitenda.

Sean McGuigan er fertugur Íri og er sakaður um að hafa tekið þátt í fjárkúguninni með Strachan og segja blöðin að hann búi í lítilli íbúð í eigu góðgerðastofnunarinnar Threshold Support sem styrkir þá sem eiga við geðræn vandamál að stríða.

The Daily Mail segir að Strachan hafi sagt fólki að hann hafi erft mikla peninga eftir ömmu sína, Svönu sem lést í Lincolnshire 1998.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson