Bloomberg leikur sjálfan sig í Sex and the City kvikmyndinni

Michael Bloomberg.
Michael Bloomberg. AP

Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, mun koma fram í nýrri kvikmynd um ævintýri vinkvennanna í þáttunum Beðmál í borginni (e. Sex and the City). Frá þessu greindi talsmaður borgarstjórans. Þessa dagana er verið að taka upp atriði fyrir myndina sem verður frumsýnd á næsta ári.

Bloomberg, sem mun leika sjálfan sig í myndinni, var viðstaddur upptökur í gær í New York. Talsmaður borgarstjórans segir að Bloomberg „leikur sjálfan sig og gerir hluti sem borgarstjórar gera.“

Bloomberg hefur notið mikilla vinsælda sem borgarstjóri. Hann tók við völdum árið 2002 og var endurkjörinn þremur árum síðar. Hann fylgir í kjölfar forvera síns í starfi, Ed Koch, sem lék sjálfan sig í einum þætti Beðmála í borginni árið 2001.

Annar fyrrum borgarstjóri New York, sem nú berst fyrir útnefningu Repúblikanaflokksins í fyrir komandi forsetakosningar, lék einnig sjálfan sig í Seinfeld þætti árið 1993 og í Law & Order þætti árið 2000.

Mr. Big og Carrie Bradshaw ræða málin í nýju myndinni.
Mr. Big og Carrie Bradshaw ræða málin í nýju myndinni. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler