Kvikmyndin Foreldrar fékk flest Edduverðlaun

Ragnar Bragason og aðrir aðstandendur myndarinnar Foreldra á Edduhátíðinni í …
Ragnar Bragason og aðrir aðstandendur myndarinnar Foreldra á Edduhátíðinni í kvöld. mbl.is/Eggert

Kvikmyndin Foreldrar hlaut flest Edduverðlaun á verðlaunahátíð Íslensku kvikmynda-og sjónvarpsakademíunnar í kvöld eða sex talsins. Var myndin valin kvikmynd ársins, Ragnar Bragason var valdinn leikstjóri ársins. Nanna Kristín Magnúsdóttir var valin leikkona ársins og Ingvar E. Sigurðsson leikari ársins. Handrit myndarinnar Foreldrar var valið handrit ársins og Bergsteinn Björgúlfsson hlaut Edduna fyrir kvikmyndun á Foreldrum. Ragnar Bragason fékk einnig verðlaun fyrir þáttinn Næturvaktin sem bæði var valinn vinsælasti þátturinn af áhorfendum og besta leikna sjónvarpsefnið. Veðramót sem fékk 11 tilnefningar fékk hins vegar einungis ein Edduverðlaun.

Árni Páll Jóhannsson, leikmyndahönnuður hlaut heiðursverðlaunin á Edduhátíðinni í kvöld en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti honum verðlaunin. En þetta voru ekki einu Edduverðlaunin sem Árni Páll fór með heim í kvöld þar sem hann fékk einnig verðlaun fyrir fyrir leikmynd í Kaldri slóð í flokknum Útlit myndar.

Listinn yfir Edduverðlaunin er eftirfarandi:

Kvikmynd ársins
Kvikmyndin Foreldrar var valin kvikmynd ársins en framleiðendur voru Nanna Kristín Magnúsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Víkingur Kristjánsson, Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Ragnar Bragason.
Framleiðslufyrirtæki: Vesturport. Leikstjóri Ragnar Bragason.
Auk foreldra voru kvikmyndirnar Vandræðamaðurinn og Veðramót tilnefndar.

Leikstjóri ársins
Ragnar Bragason fékk Edduna fyrir kvikmyndina Foreldrar en auk hans voru tilnefnd Guðný Halldórsdóttir fyrir kvikmyndina Veðramót og Gunnar B. Guðmundsson fyrir kvikmyndina Astrópía.

Leikkona ársins í aðalhlutverki
Nanna Kristín Magnúsdóttir fékk Edduna fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Foreldrar. Auk hennar voru tilnefndar Hera Hilmarsdóttir og Tinna Hrafnsdóttir.

Leikari ársins í aðalhlutverki
Ingvar E. Sigurðsson fékk Edduna fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Foreldrar. Auk hans voru Gunnar Hansson og Pétur Jóhann Sigfússon tilnefndir í þessum flokki.

Leikkona eða leikari ársins í aukahlutverki
Jörundur Ragnarsson fékk Edduna í þessum flokki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Veðramótum. Auk hans voru tilnefnd Björn Ingi Hilmarsson, Gunnur Schluter, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Þorsteinn Bachman.

Handrit ársins
Ragnar Bragason, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Víkingur Kristjánsson og leikhópurinn fékk Edduna fyrir handritið að kvikmyndinni Foreldrar. Auk þess voru tilnefnd: Guðný Halldórsdóttir fyrir handritið að kvikmyndinni Veðramót og Jóhann Ævar Grímsson, Jón Gnarr, Jörundur Ragnarsson, Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Bragason fyrir handritið að sjónvarpsþáttaröðinni Næturvaktin

Heimildarmynd ársins
Kvikmyndin Syndir feðranna sigraði í þessum flokki en leikstjórar eru Ari Alexander Ergis Magnússon og Bergsteinn Björgúlfsson.
Framleiðendur Bergsteinn Björgúlfsson og Hrönn Kristinsdóttir
Framleiðslufyrirtæki Köggull og Kvikmyndafélagið Tröllakirkja.
En auk Synda feðranna voru heimildamyndirnar Heima og Lifandi í Limbó voru einnig tilnefndar í þessum flokki.

Stuttmynd ársins
Bræðrabylta fékk Edduverðlaunin fyrir stuttmynd ársins. Leikstjóri og framleiðandi: Grímur Hákonarson. Framleiðslufyrirtæki Hark ehf.

Auk Bræðrabyltu voru stuttmyndirnar Skröltormar og Anna tilnefndar í þessum flokki.

Leikið sjónvarpsefni ársins
Næturvaktin hlaut Edduna í þessum flokki en leikstjóri þáttarins er Ragnar Bragason, framleiðslufyrirtæki Sagafilm, framleiðendur Magnús Viðar Sigurðsson, Þór Freysson og Harpa Elísa Þórsdóttir. Sýnt á Stöð 2.
Auk Næturvaktarinnar voru Sigtið án Frímanns Gunnarssonar og Stelpurnar tilnefnd til Edduverðlaunanna.

Sjónvarpsmaður ársins
Egill Helgason, RÚV, var valinn sjónvarpsmaður ársins en á Eddunni í kvöld en auk hans voru Edda Andrésdóttir, Stöð 2, Jóhannes Kr. Kristjánsson, Stöð 2, Þóra Arnórsdóttir, RÚV og Þorsteinn J. Vilhjálmsson, RÚV.

Frétta og/eða viðtalsþáttur ársins
Tveir þættir hlutu Edduna í þessum flokki og er það í fyrsta skipti sem það gerist. Voru það Kompás og Út og suður. En auk þess var þátturinn Willtir Westfirðir tilnefndur
Kompás
Framleiðslufyrirtæki: 365/Stöð 2.
Framleiðandi: Ingi R. Ingason. Umsjónarmaður Jóhannes Kr. Kristjánsson.
Sýnt á Stöð 2.
Út og suður
Framleiðandi: Gísli Einarsson fyrir Ríkisútvarpið-Sjónvarp.
Umsjónarmenn Gísli Einarsson og Freyr Arnarson.
Sýnt á RÚV

Menningar- og/eða lífsstílsþáttur ársins
Kiljan fékk Edduna í þessum flokki en auk þess voru þættirnir 07/08 BÍÓ LEIKHÚS og Tíu fingur tilnefndir.
Kiljan - framleiðslufyrirtæki: Ríkisútvarpið-Sjónvarp.
Upptökustjórn Ragnheiður Thorsteinsson. Umsjónarmaður Egill Helgason.
Sýnt á RÚV

Skemmtiþáttur ársins
Gettu betur fékk Edduna en framleiðslufyrirtæki hans er: Ríkisútvarpið – Sjónvarp.
Upptökustjórn: Helgi Jóhannesson.
Umsjónarmaður Andrés Indriðason.
Sýnt á RÚV
Auk þess voru þættirnir Tekinn 2 og Útsvar tilnefndir.

Hljóð og tónlist
Gunnar Árnason hlaut Edduna fyrir hljóð og tónlist í Kaldri slóð. Auk þess voru Birgir Jón Birgisson og Ken Thomas tilnefndir fyrir hljóðvinnslu á Heima og Pétur Einarsson fyrir hljóðvinnslu í Veðramótum.

Útlit myndar
Árni Páll Jóhannsson fékk Edduna fyrir leikmynd í Kaldri slóð. Auk hans voru Rebekka Ingimundardóttir tilnefnd fyrir búninga í Veðramótum og Tonie Zetterström fyrir leikmynd í Veðramótum.

Myndataka og klipping
Bergsteinn Björgúlfsson hlaut Edduna í þessum flokki fyrir myndatöku í Foreldrum. Auk hans voru tilnefndir G. Magni Ágústsson fyrir myndatöku í Heima og Víðir Sigurðsson fyrir myndatöku í Kaldri slóð.

Árni Páll Jóhannsson hlaut heiðursverðlaunin á Edduhátíðinni í kvöld
Árni Páll Jóhannsson hlaut heiðursverðlaunin á Edduhátíðinni í kvöld mbl.is/Jón Svavarsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson