Forsetinn hlaut vafasaman heiður í Hollywood

Kaldasti maðurinn í Hollywood er enginn annar en George W. …
Kaldasti maðurinn í Hollywood er enginn annar en George W. Bush sem þykir ekki veita neinn innblástur með verkum sínum. Reuters

George W. Bush er ekki beinlínis kvikmyndastjarna en hann hefur eigi að síður fengið þann vafasama heiður sem fylgir titlinum Kaldasta manneskjan í Hollywood. Það er vefritið Film Threat sem setti Bush forseta efst á listann yfir 50 kaldlyndasta fólkið í Hollywood.

Listinn samanstendur að sögn blaðsins af valdaminnsta fólkinu í Hollywood sem vekur minnstan áhuga og vekur sömuleiðis minnstan innblástur til mótvægis við alla listana yfir fallegasta, mest kynæsandi fólkið í kvikmyndaborginni miklu.

Bush kemur oft fyrir í kvikmyndum í einhverri mynd, hvort sem það eru heimildarmyndir eða skopstælt útgáfa af honum í grínmyndum og því á það fyllilega rétt á sér að setja hann á blað með kvikmyndastjörnunum segir í Film Threat.

„Hinn öflugi W á jafnmikinn rétt á að vera kvikmyndahetja eins og hver annar einræðisherra og harðstjóri,” segir blaðið.

Annað sætið hreppti Angelina Jolie sem er vanari að verma efstu sætin á vinsældarlistum sem þessum.

Hún þykir vera kaldur fiskur og undarleg blanda af Móður Teresu og Paris Hilton er hún ferðast um þróunarlöndin með her förðunar- og búningameistara í eftirdragi.

Aðrir sem komast á blað yfir kalda fiska eru Nicole Kidman og Hilary Swank sem þykja hafa staðið sig illa í nýlegustu kvikmyndunum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson