Britney vill ættleiða kínverska tvíbura

Britney Spears.
Britney Spears. Reuters

Fyrir skemmstu tapaði hún forræðinu yfir sonum sínum tveim, sem eru tveggja og eins árs. Faðir þeirra, Kevin Federline, hefur forræðið.

Sagt er að Britney sé að ræða við ættleiðingarstofu um að taka að sér tvíburana, sem eru sex ára.

Vinir Britneyjar segja að hún reyni í örvæntingu að fylla tómarúmið sem myndast hafi í lífi hennar þegar hún varð af forræðinu yfir drengjunum sínum, sem hún fær þó að hitta undir eftirliti þrisvar í viku.

Vonast hún til þess að finna lífi sínu tilgang á ný með því að bjóða kínversku börnunum inn á heimili sitt.

Britney er 25 ára. Sögusagnir eru um að hún sé farin að skipuleggja eigin jarðarför. Hún hafi nefnilega miklar áhyggjur af því hve heilsuspillandi líferni sitt hafi verið að undanförnu.

Ónafngreindur vinur Britneyjar sagði: „Ættleiðing og jarðarför? Þetta tvennt fer nú ekki vel saman. Það er skynsamlegt að skipuleggja eigin jarðarför - en ekki þegar maður er 25 ára.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant