Fábjánunum dreift á netinu

Jackass-félagarnir Steve-O, Johnny Knoxville og Ehren McGhehey.
Jackass-félagarnir Steve-O, Johnny Knoxville og Ehren McGhehey. Reuters

Ný mynd um Fábjánana, eða „Jackass,“ verður ekki sýnd í kvikmyndahúsum heldur verður henni dreift á netinu. Þetta er næstum því þriðja myndin um Johnny Knoxville og félaga, því að í henni verður töluvert af atriðum sem klippt voru úr endanlegri útgáfu myndar númer tvö.

Nýja myndin heitir því „Jackass 2,5“ og er samstarfsverkefni Paramount Pictures, sem er í eigu Viacom, og MTV-sjónvarpsnetsins. Thomas Lesinski, yfirmaður rafrænnar afþreyingar hjá Paramount, sagði þetta vera fyrstu breiðbandsmyndina sem stórt kvikmyndaver dreifi.

Hægt verður að nálgast myndina endurgjaldslaust á vef Blockbuster frá 19. til 31. desember, en á annan í jólum kemur hún á DVD sem verður hægt að kaupa á vef Blockbusters og í verslunum. Tekjur fást væntanlega af DVD-sölu og auglýsingum sem fylgja myndinni í niðurhalinu.

Lesinski kveðst telja að þessi aðferð við dreifingu myndarinnar kunni að marka tímamót fyrir kvikmyndaframleiðendur í Hollywood, sem muni í auknum mæli fara að nota netið til dreifingar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant