Ungfrú Belgía kann ekki flæmsku

Uppnám varð um helgina meðal þeirra Belga sem tala hollensku eða flæmsku, þegar í ljós kom að nýkrýnd ungfrú Belgía talar ekki það mál. Ekki bætti úr skák að stúlkan talar reiprennandi nokkur önnur tungumál, þar á meðal ensku, tékknesku og frönsku.

Úrslitakeppni fegurðarsamkeppni Belgíu fór fram í Antverpen sem er í Flæmingjalandi þar sem langflestir tala flæmsku. Þegar Alizee Poulicek var spurð spurningar um framtíðarvonir sínar reyndi hún fyrst að svara á því tungumáli en sagði síðan á frönsku: „Ég skyldi þetta ekki. Viltu endurtaka spurninguna?" Við það ókyrrðust áhorfendur í salnum og sumir púuðu.

„Ungfrú Belgía talar ekki hollensku," sagði á forsíðu blaðsins Het Laatste Nieuws í morgun. La Libre, sem gefið er út á frönsku, sagði hins vegar að fegurðardrottningin væri ekki tweetalig" sem er hollenska orðið yfir tvítyngd. Með þessu vísaði blaðið til þeirrar kröfu Flæmingja um að allir þeir sem koma fram opinberlega fyrir hönd Belgíu tali bæði tungumálin.

Um 10,5 milljónir manna búa í Belgíu. Þar af búa um 6 milljónir í Flæmingjalandi í norðri þar sem hollenska er almennt töluð. Um 4,5 milljónir í Vallóníu í suðri tala frönsku og lítill minnihluti talar þýsku. Vaxandi spenna hefur verið milli landshlutanna og hefur m.a. ríkt stjórnarkreppa í landinu í 200 daga vegna ágreinings milli stjórnmálaflokka Flæmingja og Vallóna.

Faðir Pouliceks er tékkneskur en móðirin belgísk og hún býr í borginni Huy þar sem franska er töluð. Hún hefur búið hálfa ævina í Tékklandi og fluttist til Belgíu fyrir sex árum. Hún hefur ekki þurft á flæmsku að halda til þessa en sagðist í sjónvarpsviðtali ætla að læra málið.

Alizee Poulicek, sem hér tekur við hamingjuóskum samkeppenda sinna, reyndist …
Alizee Poulicek, sem hér tekur við hamingjuóskum samkeppenda sinna, reyndist ekki tala flæmsku. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant