Potter kaupir penthouse-íbúð

Daniel Radcliffe í hlutverki sínu í Equus.
Daniel Radcliffe í hlutverki sínu í Equus. Reuters

Leikarinn ungi, Daniel Radcliffe keypti sér nýlega þakíbúð eða svo kallað Penthouse í Soho-hverfi á Manhattan-eyju fyrir um 270 milljónir íslenskra króna. 

Íbúðin er á 13. hæð og hyggst Radcliffe leigja hana út fyrir 20 þúsund Bandaríkjadali á mánuði eða um 1,3 milljónir króna uns hann flytur sjálfur inn til að leika í leikritinu Equus á Broadway næsta haust.

Skömmu áður en Radcliffe varð 18 ára og fjárráða síðast liðið sumar sagðist hann ekki ætla að kaupa neitt óhóflega dýrt. „Mér finnst skemmtilegast að kaupa hluti sem kosta um fimm pund, bækur, geisladiska og DVD-mynddiska,” sagði hann.

Í nýju íbúðinni fær hann svipaða þjónustu og á lúxushótelum og aðgang að sundlaug og gufubaði.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson