Jackson framleiðir Hobbitann

Peter Jackson.
Peter Jackson. AP

Nýsjálenski leikstjórinn Peter Jackson, sem er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt kvikmyndunum um Hringadróttinssögu, hefur gert samkomulag um að framleiða tvær kvikmyndir sem byggja á Hobbitanum eftir J.R.R. Tolkien.

Jackson hefur staðið í launadeilum við kvikmyndafyrirtækið New Line Cinema vegna tekna af fyrstu myndinni í Hringadróttins-þríleiknum. „Ég er afar ánægður með það að við höfum náð að jafna ágreininginn,“ segir Jackson. „Það gleður okkur að fá að halda áfram ferð okkar áfram um Miðgarð,“ sagði hann jafnframt.

Fram kemur á fréttavef BBC að ekki sé búið að ákveða hver muni setjast í leikstjórnarstólinn. Myndirnar tvær verða teknar upp í einu og stefnt er að því að frumsýna þær árið 2010 og 2011.

Þá hefur komið fram í fjölmiðlum að leikarinn Ian McKellen hafi áhuga á því að endurtaka hlutverk sitt sem galdramaðurinn Gandálfur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson