Winehouse á söluhæstu plötu Bretlands

Breska söngkonan Amy Winehouse
Breska söngkonan Amy Winehouse AP

Hneykslismál og slæm umfjöllun fjölmiðla um poppstjörnur virðast hafa lítil eða jafnvel jákvæð áhrif hafa á plötusölu. Platan Back to Black með söngkonunni Amy Winehouse er líklega sú söluhæsta í Bretlandi á þessu ári þrátt fyrir að mikið hafi verið fjallað um drykkjuskap, lyfjanotkun söngkonunnar, stormasamt einkalíf og lélega frammistöðu á tónleikum.

Back to Black hefur selst í 1,5 milljónum eintaka á Bretlandseyjum á árinu en fast á hæla Winehouse eru plöturnar Life in Cartoon með söngvaranum Mika og Spirit, geislaplata Leonu Lewis.

Þá hefur fyrsta plata Winehouse, Frank, selst í 300.000 eintökum á árinu, en fjögur ár eru síðan hún kom út.

Ekki er þó alfarið útséð með það hver söluhæsta platan verður því sex milljónir platna seldust í Bretlandi í síðustu viku og verður komandi helgi væntanlega sú söluhæsta á árinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson