„Búið að kasta stærri hagsmunum fyrir minni"

„Þarna er búið að kasta stærri hagsmunum fyrir minni - án þess að hljómsveitin hafi eitthvað um það að segja," segir Kári Sturluson, umboðsmaður hljómsveitarinnar Benny Crespo's Gang.

Stöð 2 notar lögin Next Weekend og Come Here af nýjustu breiðskífu hljómsveitarinnar í dagskrárkynningar sínar, annars vegar fyrir Bandið hans Bubba og hins vegar fyrir Pressu.

Kári og meðlimir Benny Crespo's Gang voru ekki látnir vita að Stöð 2 hygðist nota lögin, en sjónvarpsstöðinni ber ekki skylda til að gera það samkvæmt samningi 365 miðla, sem reka m.a. Stöð 2, við STEF og SFH, sem gæta hagsmuna höfunda, flytjenda og rétthafa.

Kári gerir athugasemdir við samninginn sem hann segir barn síns tíma. „Kynningardeildin á Stöð 2 ákveður að nota lag og er í rétti með það," segir hann. „Þá er í leiðinni búið að útiloka alla möguleika á að viðkomandi lag geti verið selt og notað í auglýsingu hjá fyrirtæki og að hljómsveitin fái greitt fyrir það. Lagið er orðið eyrnamerk viðkomandi dagskrárlið."

Kári tekur fram að hann sé ekki argur út í Stöð 2, enda sé sjónvarpsstöðin ekki að brjóta neinar reglur. „Í rauninni hrósa ég Stöð 2 fyrir að vera með góðan tónlistarsmekk," segir hann. „En í breyttu viðskiptaumhverfi er þessi útfærsla barn síns tíma og vel þess virði að endurskoða."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson