Jónsi kom út úr skápnum

Jón Jósep Snæbjörnsson, Jónsi
Jón Jósep Snæbjörnsson, Jónsi mbl.is/Golli

Árshátíð Icelandair var haldin með pomp og prakt síðastliðið laugardagskvöld, en herlegheitin fóru fram í Laugardalshöll. Alls mættu um 1.600 manns á hátíðina sem var öll hin glæsilegasta; boðið var upp á fimm rétta máltíð, veislustjórar voru hjónin Óskar Jónasson og Eva María Jónsdóttir, og rúsínan í pylsuendanum var svo fönksveitin Jagúar sem lék fyrir dansi.

Veislustjórinn Óskar brá sér um tíma í gervi töframannsins Skara skrípó sem sýndi nokkur töfrabrögð, gestum til mikillar ánægju. Lokaatriðið vakti sérstaka athygli viðstaddra, en í því notaðist Skari við forláta skáp sem hann sagði að í væri ungur maður sem vildi komast út. Hann hafði varla sleppt orðinu þegar Jón Jósep Snæbjörnsson, Jónsi í Í svörtum fötum, stökk út úr skápnum, íklæddur síðkjól og öllu tilheyrandi, og söng eitt lag við mikinn fögnuð veislugesta. Eins og margir eflaust vita vann Jónsi sem flugþjónn hjá Icelandair síðastliðið sumar en hann vinnur nú hjá Glitni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson