Bleik marmarafóstur til sýnis í London

Breskur listamaður, Mark Quinn, hefur sett upp sýningu á höggmyndum af risastórum fóstrum og kallar hann sýningu sína Þróun.  

Níu höggmyndir sýna vöxt fóstra frá því snemma á meðgöngu til fæðingar og eru höggmyndirnar höggnar  út úr bleikum marmara.

Listaverk Mark Quinns eru til sýnis í White Cube sýningarsalnum í London.  Hver höggmynd var verðlögð á um 30 milljónir króna en þeir sem vildu skreyta stofur sínar með þessum myndum eru of seinir: ónafngreindur kaupandi keypti öll verkin. Ekki er vitað hvort hann fékk magnafslátt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant