Neil Diamond á Glastonbury

Neil Diamond.
Neil Diamond. AP

Aðdáendur bandaríska söngvarans Neil Diamond geta tekið gleði sína því skipuleggjendur Glastonbury-hátíðarinnar hafa staðfest að hann muni verða á meðal þeirra fjölmörgu listamanna sem munu troða upp á hátíðinni.

Diamond, sem er 67 ára, mun leika á sunnudeginum. Hann er þekktur fyrir slagara á borð við Sweet Caroline og Cracklin' Rosie.

Hinn 72ja ára gamli Michael Eavis, sem hefur séð um að skipuleggja hátíðina frá 1970, segir að Diamond sé „fyrir fólk á mínum aldri.“

Miðasala á hátíðina, sem fer fram á Pilton Farm í Somerset 27-29 júní, hefst á föstudaginn, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson