Netútvarpsstöð á Akureyri

ClubVOICE er heiti nýrrar útvarpsstöðvar á Akureyri. Hún er þó ekki send út þráðlaust heldur er hún aðeins send út á netinu. Einungis verður leikin danstónlist á stöðinni og segja aðstandendur hennar að vantað hafi útvarpsstöð sem spili einungis þá tegund tónlistar.

Útvarpsstöðin er hliðarverkefni útvarpsstöðvarinnar VOICE 987, sem hefur verið í gangi á Akureyri á annað ár. Segir  Árni Már Valmundarson, dagskrárstjóri VOICE 987, í tilkynningu, að það eina sem þarf að hafa sé nettenging og tölva og þá sé hægt að hlusta hvar sem viðkomandi er staddur í heiminum.

Einnig er hægt að hlusta á VOICE 987 á netinu, í bestu mögulegu gæðum, allan sólarhringinn. Hægt er að hlusta á báðar stöðvarnar á www.voice.is. ClubVOICE fer í loftið í kvöld  klukkan 18.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson