Svekktir yfir söng í Sweeney Todd

Johnny Depp tekur lagið í Sweeney Todd.
Johnny Depp tekur lagið í Sweeney Todd. Reuters

Stór hluti kvikmyndahússgesta í Bretlandi hefur gengið út af nýjustu kvikmynd Tims Burton, Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street, því þeir héldu að þeir væru að fara á hryllingsmynd en ekki söngvamynd.

Handritið byggist á samnefndum söngleik Stevens Sondheim um morðóðan rakara við Fleet-stræti í Lundúnum á viktoríutímanum.

Ástæðan er sögð sú að í auglýsingu fyrir myndina, „trailer“ svonefndum, er hvergi sungið, aðeins talað. Bresku stofnuninni Advertising Standards Authority, eða ASA, hefur borist kvörtun út af auglýsingunni, en stofnunin gætir þess að fylgt sé reglum um siðferði og réttar upplýsingar í auglýsingum sem birtar eru í Bretlandi.

Í auglýsingunni er farið hratt yfir sögu og lítið talað sem er engin furða, því samanlagt er aðeins talað í um tíu mínútur í myndinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant