Hópferð á tónleika Neils Youngs í London

Neil Young.
Neil Young. AP

Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á Rás 2, hefur aldrei farið í grafgötur með aðdáun sína á kanadíska rokkaranum Neil Young og varla líður sá dagur að Óli Palli leiki ekki að minnsta kosti eitt lag með tónlistarmanninum.

Óli Palli hlýtur því að hafa stokkið hæð sína af kæti þegar Icelandair ákvað að blása til hópferðar á tónleika Neils Youngs í London í mars en tónleikarnir fara fram í Hammersmith Apollo sem tekur rúmlega 3.600 manns í sæti.

Annað stökk hefur Óli Palli svo tekið þegar Rás 2 ákvað að koma að ferðinni með... ja það er ekki ennþá ljóst með hvaða hætti, en Óli Palli verður alla vega fararstjóri og betri fararstjóra á tónleika Neils Youngs er vart hægt að hugsa sér.

Áhugasamir geta haft samband með tölvupósti á netfangið: olafurpg@ruv.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler