Hafa fengið leyfi til að kvikmynda í Höfða

Reagan og Gorbatsjof á tröppum Höfða í október 1986.
Reagan og Gorbatsjof á tröppum Höfða í október 1986. Árvakur/RAX

Breski kvikmyndaleikstjórinn Ridley Scott, segir við Hollywood Reporter að áformuð mynd hans um leiðtogafund Ronalds Reagans og Míkhaíls Gorbatsjofs í Reykjavík gæti verið tilbúin í lok ársins og frumsýnd snemma á næsta ári. Segir Scott, að tökur þurfi ekki að taka langan tíma og hann hafi þegar fengið leyfi til að kvikmynda í Höfða þar sem leiðtogafundurinn var haldinn.

Scott segir, að fulltrúar frá kvikmyndaframleiðslufyrirtækinu Scott Free Prods. sem hann og Tony bróðir hans eiga, hafi farið til Íslands sl. sumar til að skoða möguleika á að taka myndina í Reykjavík.

„Þetta eru stórmerkilegar sögulegar persónur en ég vil sýna hverjir þeir voru og hvers vegna þeir gerðu það sem þeir gerðu. Þeir mótuðu söguna og lögðu grunninn að lokum kalda stríðsins," segir Scott í viðtalinu.

Scott segir, að menn hafi ekki gert sér grein fyrir mikilvægi Reykjavíkurfundarins fyrr en löngu eftir að hann var haldinn. „En hann fór fram fyrir tveimur áratugum. Þessi kynslóð kann að spyrja: Leiðtogafundur, hvaða leiðtogafundur? Hún kann að spyrja: Hver er Gorbatsjof?" segir hann.

Scott, sem m.a. hefur leikstýrt myndunum Gladiator, Thelma and Louise og The Duelists, segist ekki hafa ákveðið endanlega hvort hann leikstýrir myndinni sjálfur en vill að frásögn myndarinnar verði hlutlaus. „Við viljum fara eins nærri sannleikanum og mögulegt er," segir hann.

Scott segir að vanda þurfi val á leikurum. Þeir þurfi ekki að vera líkir persónunum þótt þeir þurfi að vera svipaðir á velli. „Reagan var hávaxinn og glæsilegur en Gorbatsjof var þéttur, líkur rúgbíleikara. Að sumu leyti er auðveldara að finna leikara í hlutverk Gorbatsjofs. Reagan er litríkari."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson