Nýtt lag fannst með Vilhjálmi

Vilhjálmur Vilhjálmsson.
Vilhjálmur Vilhjálmsson.

Magnús Kjartansson hljómlistamaður segir nýtt lag hafa komið í leitirnar nýverið sem Magnús samdi og Vilhjálmur Vilhjálmsson söng og samdi texta við. Lagið fann upptökustjórinn Tony Cook sem vann í mörg ár á Íslandi en það var prufuupptaka sem gerð var á sama tíma og verið var að vinna síðasta lagið með Vilhjálmi

Lagið hefur ekki hlotið neinn titil enn sem komið er en Magnús veit ekki hvort lagið verður gefið út. Hann segist hafa hlýtt á lagið nú tæpum 30 árum eftir að það var tekið upp en Vilhjálmur fórst í bílslysi fyrir sléttum 30 árum í dag, við Lúxemborg þann 28. mars 1978.

Magnús segir það líkt og hafa flakkað aftur í tíma að hlýða á upptökuna og í kjölfarið hafi hann áttað sig á því að safna yrði saman öllu efni tengdu Vilhjálmi, kassettum og öðru, og halda til haga. Hann hvetur alla þá sem eiga myndir af Vilhjálmi, upptökur eða annað honum tengt að setja sig í samband við Senu svo hægt sé að varðveita efnið.

Vilhjálms veglega minnst

„Ég, Sena, Concert og aðrir ætlum okkur að minnast Vilhjálms veglega á þessu ári,“ segir Magnús. Til greina komi að halda mikla heiðurstónleika í ágúst en þó hafi ekkert verið ákveðið í þeim efnum. Jón Ólafsson og Björgvin Halldórsson muni þá væntanlega taka þátt í því verkefni ásamt fleirum, að ógleymdri fjölskyldu Vilhjálms. Þykir Magnúsi ekki ósennilegt að það verði umfangsmiklir tónleikar með fjölda hljóðfæraleikara og söngvara. „Það stendur mikið til,“ segir Magnús og meira sé ekki hægt að segja um málið í bili.

Í kvöld og annað kvöld verður Vilhjálms minnst með tónleikum í Salnum í Kópavogi. Söngvaranir Stefán Hilmarsson, Pálmi Gunnarsson, Friðrik Ómar og Guðrún Gunnarsdóttir syngja lög Vilhjálms og Kjartan Valdimarsson píanóleikari stjórnar sex manna hljómsveit ásamt strengjakvartett Rolands Hartwell. Plata með úrvali laga Vilhjálms hefur notið mikilla vinsælda seinustu vikur á Íslandi enda einn ástsælasti söngvari landsins fyrr og síðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant