Stóra planið frumsýnt í kvöld

Kvikmyndin Stóra planið verður frumsýnd í kvöld í Sambíóunum Álfabakka, Kringlunni, Keflavík, Akureyri og Selfossi.

Í henni segir af Davíð (Pétur Jóhann Sigfússon) sem er misskilinn handrukkari og listamaður sem missti bróður sinn í bílslysi þegar hann var lítill drengur. Æ síðan hefur hann leitað huggunar í „Stóra planinu“ (The Higher Force), ódýru sjálfsvarnarmyndbandi sem telur honum trú um að endurteknir ósigrar hans séu aðeins undirbúningur fyrir verulega stórbrotið hlutverk síðar í lífinu.

Davíð dregur þá ályktun að Stóra planið beri ábyrgð á hinum dularfulla leigusala Haraldi Haraldssyni (Eggert Þorleifsson) sem skyndilega opnar heimili sitt fyrir honum. Haraldur er sérvitur grunnskólakennari sem óumbeðinn tekur Davíð að sér sem auðmjúkan lærisvein og skjólstæðing.

Þegar kennarinn kemst að því að Davíð vinnur með handrukkaragengi umbreytist hann hins vegar í umsvifamikinn huldumann í íslenskum glæpaheimi og virðist til alls líklegur í samskiptum sínum við nemandann.

Með helstu hlutverk fara Pétur Jóhann Sigfússon, Eggert Þorleifsson, Ingvar E. Sigurðsson, Benedikt Erlingsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Stefan Schaefer, Michael Imperioli, Lu Yu og Zlatko Krickic.

Leikstjóri er Ólafur Jóhannesson (The Amazing Truth About Queen Raquela, Africa United, Blindsker: Saga Bubba Morthens).

Handrit er eftir Ólaf Jóhannesson, Stefan Schaefer og Þorvald Þorsteinsson. Kvikmyndataka var í höndum Rune Kippervik og um klippingu sáu Guðni Páll Sæmundsson og Ólafur Jóhannesson. Tónlist samdi Pavel E. Smid og leikmyndahönnun var í höndum Lindu Stefánsdóttur. Ása Björg Ingimarsdóttir sá um listræna stjórnun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant