Christopher Walken 65 ára

Christopher Walken.
Christopher Walken. AP

Óskarsverðlaunahafinn Christopher Walken fagnar 65 ára afmæli sínu dag, að því er fram kemur á IMDB kvikmyndavefnum.

Walken fæddist árið 1943 í Queens í Bandaríkjunum. Hann hefur þótt afar fjölhæfur leikari og hefur langa reynslu að baki bæði á hvíta tjaldinu og á sviði, þ.á.m. lék hann í leikriti eftir Tennessee Williams The Rose Tattoo og hlaut verðlaun fyrir. Hálfgert sérsvið hjá honum hefur verið að leika andlega skemmda einstaklinga en samt er ekki hægt að einskorða fjölbreytt hlutverkaval hjá honum við þannig hlutverk eingöngu.

Walken vakti fyrst athygli á sér í kvikmyndum er hann lék lítið hlutverk í The Anderson Tapes með Sean Connery og árið 1977 hlaut hann mikið lof frá gagnrýnendum fyrir hlutverk sitt í Annie Hall en þar lék hann bróður Diane Keaton. En það var svo í The Deer Hunter árið 1978 sem Walken sló heldur betur í gegn og fór heim með Óskarsverðlaunin fyrir framlag sitt í þeirri mynd.

Eftir þá mynd einkenndist ferill hans af hæðum og lægðum en helst ber að nefna klassamyndir á borð við Pennies From Heaven, The Dead Zone, Biloxi Blues og Steven Spielberg myndin Catch Me If You Can, en þar var Walken einmitt tilnefndur til Óskarsverðlauna.

Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Walken í tilefni dagsins;

Vann fyrir sér í skamman tíma sem ljónatemjari í sirkús þegar hann var 15 ára gamall.

Varð fyrir líkamsárás í New York árið 1980 þegar hann bað tvo menn um lækka í tónlistinni. Hann nefbrotnaði í árásinni.

Hann er eini Óskarsverðlaunahafinn sem leikið hefur óþokkann í James Bond mynd, A View to a Kill.

Walken og Nick Nolte voru íhugaðir fyrir hlutverk Han Solo í Star Wars.

Einnig var Walken íhugaður fyrir hlutverk Jack Sparrow í Pirates of the Caribbean.

Til þessa dags á Walken enn ekki farsíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler