Vonir og væntingar í Evróvisjón

Eurobandið flytur This is my life
Eurobandið flytur This is my life Eggert Jóhannesson

Flest bendir til þess að Ísland eigi á brattann að sækja í Evróvisjón þetta árið. Þegar spár helstu veðbanka eru bornar saman er niðurstaðan sú að lagið „This Is My Life“ með Eurobandinu þykir líklegast til að hafna í 17. sæti í keppninni, eða á kunnuglegum slóðum fyrir íslenska flytjendur. Sigurstranglegustu þjóðirnar í ár eru samkvæmt veðbönkum Rússland, Serbía, Armenía, Úkraína og Írland.

Fyrsti áfanginn sem Eurobandið þarf að ná er að komast í gegnum undankeppnina. Þetta árið eru haldnar tvær undankeppnir og komast tíu lög áfram í hvorri, níu stigahæstu liðin og eitt að auki sem dómnefnd velur. Um þessar mundir er Eurobandinu spáð tíunda sæti í sinni forkeppni svo að staðan gæti vart verið tvísýnni.

Íslendingar geta hins vegar glaðst yfir því að í vefkönnun á aðdáendasíðunni www.esctoday.com eru Friðrik Ómar og Regína í fjórða sæti í sinni undankeppni, svo ef til vill hafa veðbankarnir vanmetið þau. Það verður líka að teljast góðs viti að einungis Úkraína af þeim fimm löndum sem þykja sterkust keppir á móti Íslandi, en það gera hinsvegar bæði Danir og Svíar sem oft hafa reynst frændum sínum vel þegar kemur að því að útdeila stigum. Forkeppnirnar fara fram dagana 20. og 22. maí og keppir Ísland seinni daginn. Úrslitin ráðast síðan 24. maí.

Til viðbótar við þau tuttugu lönd sem komast upp úr undankeppnunum eiga Frakkar, Spánverjar, Englendingar, Þjóðverjar og gestgjafarnir Serbar öruggt sæti í úrslitum.

www.eurovision.tv
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson