Gæslan leikur í kvikmynd

Landhelgisgæslan aðstoðaði kvikmyndagerðarmenn við tökur á nýrri íslenskri mynd í …
Landhelgisgæslan aðstoðaði kvikmyndagerðarmenn við tökur á nýrri íslenskri mynd í dag. mbl.is/ÞÖK

Tökur á kvikmyndinni Brim standa nú yfir um borð í bátnum Jóni á Hofi úti á Faxaflóa. Í dag voru liðsmenn Landhelgisgæslunnar í aðalhlutverki því varðskipið Týr og ein af þyrlum gæslunnar tóku þátt í nokkrum atriðum í myndinni.

Leikstjórinn Árni Ólafur Ásgeirsson sagði að það hefði verið mjög gaman að leikstýra svo flóknu atriði og sagði Landhelgisgæsluna ákaflega lipra og hjálpsama. Í dag var hann með tvö tökulið, tvær þyrlur og heilt varðskip í vinnu.

„ Landhelgisgæslan gerir bara allt fyrir okkur. Við vorum með Tý og þyrlu frá gæslunni og mynduðum bæði af Jóni á Hofi og úr annarri þyrlu sem við vorum með og þetta er búið að vera mjög flókið allt saman en ganga mjög vel samt," sagði Árni Ólafur í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins. 

 „Þetta er búinn að vera alveg crazy dagur og hann er ekki búinn enn," sagði Árni Ólafur. Hann sagði að Gæslan liti á þetta sem æfingu hjá sér en þeir æfa að sjálfsögðu reglulega með þyrlum á Faxaflóa og því þótti vel til fundið að slá tvær flugur í einu höggi og liðsinna kvikmyndagerðarmönnum um leið og æft er.

En tók gæslan leikstjórn? „Já, já, þeir gerðu allt sem ég bað þá um," sagði Árni Ólafur að lokum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson