Engin keppni um ungfrú Austurland

Frá keppninni um ungfrú Ísland í fyrra.
Frá keppninni um ungfrú Ísland í fyrra. mbl.is/Jón Svavarsson

Þetta árið verður engin keppni haldin til að skera úr um hver sé fegursta fljóð Austurlands og bætist keppnin því í hóp með Ungfrú Vesturland-keppninni sem fer heldur ekki fram þetta árið. Fyrirkomulagið á Ungfrú Austurland hefur undanfarin ár verið með þeim hætti að keppnin er haldin annað hvert ár og nú hittist svo á að keppnin fer ekki fram.

Í síðustu viku greindu 24 stundir frá því að keppnin um titilinn ungfrú Vesturland færi ekki fram þar sem umboðsaðili keppninnar ákvað að gefa keppninni frí í eitt ár meðal annars vegna þess að meðalaldur keppenda þótti vera helst til lágur.

Þessi ákvörðun umboðsaðila vakti þó nokkra kátínu í herbúðum femínista og sögðu viðmælendur þá að vonandi myndu fleiri keppnir fara sömu leið. Silja Bára Ómarsdóttir, ráðskona í félagi femínista, sagðist ennfremur fagna því að umboðsaðilar keppninnar væru nú orðnir meðvitaðir um það að keppnir sem þessar væru ekki endilega besta umhverfið fyrir ungar stúlkur.

Með brottfalli keppnanna tveggja er ljóst að undankeppnirnar fyrir Ungfrú Ísland verða einungis fimm en ekki er vitað annað en að keppnirnar um ungfrú Suðurland, Suðurnes, Norðurland, Vestfirði og Reykjavík fari fram líkt og undanfarin ár. Ekki náðist í Arnar Laufdal, eiganda keppninnar Ungfrú Ísland, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. viggo@24stundir.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant