Nylon eykur sölu á sokkabuxum

„Salan á sokkabuxum hefur aukist síðustu vikurnar. Það er alveg rétt,“ segir Rannveig Jónsdóttir, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni. 24 stundum lék forvitni á að vita hvort ný auglýsing Oroblu, sem skartar stúlkunum í Nylon, hafi fallið í kramið hjá sokkabuxnanotendum landsins. Svo virðist greinilega vera og kveðst Rannveig þess fullviss að auglýsing sem þessi virki vel.

„Auðvitað veit maður aldrei hvort maður getur tengt það beint við ákveðna auglýsingu. Það er nú einu sinni þannig að sokkabuxnasala hefur aukist mikið tískunnar vegna. En það er alveg pottþétt að þær hafa hjálpað til stelpurnar og ekkert nema jákvætt og gott um þessa skemmtilegu auglýsingu að segja. Við erum mjög ánægð með þetta,“ bætir Rannveig við.

Elskulegar og aðlaðandi

Að sögn Rannveigar hefur lítið verið stuðst við íslenskar fyrirsætur í auglýsingaherferðum Oroblu hér á landi. Í ljósi viðbragðanna við auglýsingum Nylonstúlknanna segir hún þó ekki loku fyrir það skotið að slíkt færist í aukana í náinni framtíð.

„Maður veit aldrei. Þetta mældist a.m.k. vel fyrir. Það var líka gaman að vinna með stelpunum, enda eru þær elskulegar og aðlaðandi. Það var líka gaman að þær áttu svolítið frumkvæði að þessu sjálfar. Þeim fannst skemmtilegt samhengi á milli Nylon og sokkabuxna, auk þess sem þær nota sjálfar Oroblu. Þetta hentaði því öllum vel.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson