Hefur James Bond misst áhugann á konum?

Gemma Arterton við tökur á Quantum of Solace.
Gemma Arterton við tökur á Quantum of Solace. Reuters

Þær fregnir hafa borist af gerð nýrrar James Bond-myndar að þessi frægasti njósnari hennar hátignar rati einungis í rúmið með einni konu í allri myndinni, og sé svo sorgmæddur eftir lát unnustu sinnar, Vesper Lynd, í síðustu mynd, að hann sé í rauninni orðinn alveg áhugalaus um konur.

Tökur á nýju myndinni standa nú yfir í Chile, og hefur hún hlotið nafnið „Quantum of Solace.“

„Okkur fannst að Bond gæti ekki hafið annað ástarsamband strax. Hann reynir að finna sálarró,“ sagði Michael Wilson, framleiðandi myndarinnar.

Hann bætti því þó við, að Bond kæmist í náin kynni við nýja Bond-stúlku, Gemmu Arterton, sem fer með hlutverk njósnara hjá MI6.

„Það er bara stutt ævintýri sem bæði njóta góðs af. Og ég held að bæði hafi gaman af því,“ sagði Wilson.

Hlutverk Bonds er í höndum Daniels Craigs, eins og í síðustu mynd, Casino Royale.

Quantum of Solace verður væntanlega frumsýnd í nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson