Verð bíómiða að hækka

Kvikmyndahúsin hafa hækkað verð aðgöngumiða eða eru að íhuga hækkun. Talsmenn þeirra nefndu 15–18% launahækkun starfsfólks sem helstu ástæðu hækkunar.

Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu, sem rekur m.a. Smárabíó, Regnbogann, Borgarbíó Akureyri og Háskólabíó, sagði að verð bíómiða fullorðinna hjá þeim hafi hækkað um 50 kr. og sé nú 950 kr. í netsölu en 1.000 kr. í miðaafgreiðslu.

Alfreð Árnason, framkvæmdastjóri hjá Samfélaginu, sem m.a. rekur Sambíó í Álfabakka og Kringlunni í Reykjavík og Sambíó á Akureyri, Selfossi og í Keflavík, sagði að þeir hefðu hækkað verð ódýrustu miða um 100 kr. og kostar nú fyrir yngstu börnin 550 kr. og eldri börnin 650 kr. Sparibíómiðar hækkuðu einnig í 650 kr. Sambíóin ætla að skoða nú í vikunni hækkun á miðum fullorðinna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant