Árni Sigfússon leikur sjálfan sig

Árni Sigfússon lærir danssporin með aðstoð Arnars Inga Tryggvasonar, eins …
Árni Sigfússon lærir danssporin með aðstoð Arnars Inga Tryggvasonar, eins leikaranna.

 „Það er erfitt að túlka þennan flókna karakter en ég mun leggja mig allan fram,“ sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, í samtali við Morgunblaðið en í gærkvöldi steig hann á svið Frumleikhússins og lék sjálfan sig. Önnur sýning er í kvöld.

Vegna mikillar aðsóknar á revíuna „Bærinn breiðir úr sér“ var ákveðið að bjóða upp á tvær aukasýningar. Axel Axelsson sem túlkar Árna bæjarstjóra þurfti hins vegar að skreppa út fyrir landsteinana og upp kom sú hugmynd að fá Árna sjálfan til að stíga á svið. Árni sagði í samtali við blaðamann að hann liti á það sem skyldu sína að verða við beiðninni, auk þess sem sér fyndist gaman að taka þátt. „Ég er mjög ánægður með að vera beðinn um þetta og fannst ég ekki geta neitað þegar tækifæri gafst til að leika svo flókið hlutverk. Mig hefur lengi langað til að leika þennan karakter,“ sagði Árni og leggur sig greinilega allan fram í þetta skemmtilega ævintýri sem Guðný Kristjánsdóttir hjá Leikfélagi Keflavíkur segir að uppákoman vissulega sé.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson