Hélt niðri í sér andanum í rúmar 17 mínútur

David Blaine.
David Blaine. AP

Töframaðurinn David Blaine setti í dag nýtt met þegar hann hélt niðri í sér andanum í 17 mínútur og 4 sekúndur. Metið var sett í beinni útsendingu sjónvarpsþáttar Oprah Winfrey en Blaine var í vatnsfylltri kúlu á meðan hann setti metið.

Blaine virtist rólegur á eftir og sagðist hafa dreymt um það alla ævi að setja þetta met. Fyrra metið var 16 mínútur og 32 sekúndur, sett af Svisslendingnum Peter Colat í febrúar. 

Áður en Blaine fór inn í kúluna andaði hann að sér hreinu súrefni til að metta blóð sitt með súrefni og draga úr koldíoxíði.

Blaine hefur áður dvalið í kistu grafinni í jörð í viku og í glerbúri við Tamesá í Lundúnum í rúman mánuð. Þá dvaldi hann einnig eitt sinn í ísmola í 63 stundir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson