Mugison hefur margar sögur að segja

Mugison er nú á tónleikaferðalagi í Kanada með hljómsveitinni Queens of the Stone Age, sem hann og hljómsveit hans hita upp fyrir. Fyrir tónleika í Victoria í Bresku Kólumbíu á vesturströndinni hinn 1. maí, var Mugison – eða Örn Elías Guðmundsson – í viðtali í dagblaðinu Martlet, en það er gefið út í Háskólanum í Virginíu. Blaðamaðurinn hefur hlýtt á síðustu plötu Mugisons, Mugiboogie, og spáir því að hrár rokkhljómurinn muni verða farinn að dilla Kanadamönnum innan skamms.

Mugison segir að markmiðið við gerð plötunnar hafi verið að gera rokkplötu með hljómi sem væri ólíkur öllu öðru sem fólk hefði heyrt, sem snerti við hverjum tóni á tilfinningaskalanum en væri um leið heiðarlegasta rokkplata sem áheyrendur hefðu nokkurn tíma heyrt. Þá vildi hann skapa tímalaust verk.

Ofurmannlegir kraftar

„Ég vil að þú getir keypt þessa plötu á fornsölu eftir nokkur ár og ekki haft hugmynd um á hvaða tíma hún væri gerð,“ segir Mugison.

Blaðamaður talar um að andinn á plötum hans sé ólíkur. „Ef eitt lag hljómar líkt og annað verð ég fljótt leiður og frústreraður,“ segir Mugison. „Það er mér eðlislægt að reyna nýjar leiðir.

Ég var vanur að flytja „electro-folk“tónlist – eins manns hljómsveit með fartölvu. Ég byrjaði árið 2002 með því að flytja þetta og taka upp og vera fullur á sviði. Svo var fullt af fólki að gera það sama. En þau gátu gert þetta betur en ég, þannig að ég ákvað að gera eitthvað sem fengi mig til að hljóma vel.“ Þá myndaði hann hljómsveit með alvöru spilafélögum og áhorfendum er lofað kraftmiklum tónleikum, enda beiti þeir félagarnir „ofurmannlegum kröftum á hljóðfærin.“

Varðandi boðið að leika með Queen of the Stone Age segir Mugison að það hafi verið eins og jólin þegar hann fékk símhringingu og var boðið í tónleikaferðina.

„Ég mun örugglega taka mikið af myndum og hafa margar sögur að segja þegar ég er kominn á elliheimili,“ segir hann.

Mugiboogie verður dreift í verslanir vestanhafs í júnímánuði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson