Meat Loaf aldrei aftur til Íslands?

Meat Loaf.
Meat Loaf. AP

Það er ekki útlit fyrir að nokkurn tíma verði hægt að fá Meat Loaf í tónleikaferðalag til Íslands aftur, þar sem hann þvertekur nú fyrir að halda tónleika í köldu loftslagi.

Meat Loaf er sextugur. Hann segir í viðtali við kanadíska blaðið Globe and Mail að fyrrverandi framkvæmdastjóri sinn - sem nú hefur verið rekinn - hafi bókað tónleika í Kanada í febrúar í fyrra.

„Ég sagði við hann: Það má ekki undir nokkrum kringumstæðum bóka mig neinstaðar þar sem er kalt á veturna. Og svo var mér sagt að ég hefði verið bókaður í Kanada í febrúar. Ég sagði bara: Eigum við ekki bara að fara og syngja fyrir mörgæsir?“

Meat Loaf - sem var skírður Marvin Lee Aday - sagðist hafa fengið slæma nefholusýkingu undir lok tónleikaferðalagsins í Kanada í fyrra, og hefðu síðustu tónleikarnir, sem haldnir voru í Ottawa, verið hræðilegir.

„Mig langaði bara til að grafa hausinn í sandinn. Eða öllu heldur snjóinn.“

Meat Loaf - eða Kjöthleifur eins og hann var einhverntíma nefndur á íslensku - kom hingað til lands og hélt tónleika í október 1987, og var þá góður rómur gerður að söng hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson