Ísland endaði í 14. sæti

Regína Ósk og Friðrik Ómar á sviðinu í Belgrad í …
Regína Ósk og Friðrik Ómar á sviðinu í Belgrad í kvöld. AP

Íslenska Eurovisionlagið This is your Life endaði í 14. sæti í Belgrad í kvöld.  Ísland fékk sex stig frá Bretum í atkvæðagreiðslu söngvakeppninnar nú í kvöld og tvö stig frá Lettum. Þá fékk það átta stig frá Norðmönnum og Portúgölum, fjögur frá Spánverjum og sex frá Möltu. Finnar gáfu íslenska laginu sjö stig, Svíar gáfu því átta stig. Danir, sem greiddu atkvæði síðastir, gáfu íslenska laginu 12 stig.

Tyrkir, Grikkir, og Rússar börðust um efstu sætin  framan af atkvæðagreiðslunni en síðan komust Úkraína og Armenía einnig í toppbaráttuna. Rússar sigu síðan framúr á lokasprettinum og unnu nokkuð örugglega og fengu 272 stig. Rússneski söngvarinn Dima Bilan söng lagið Believe að þessu sinni en með honum dansaði skautadansarinn Jevgení Plushenko og ungverski fiðluleikarinn Edvin Marton lék undir á Stradivariusfiðlu. Bilan, sem nýtur mikilla vinsælda í Rússlandi og öðrum fyrrum Sovétlýðveldum, varð í öðru sæti í keppninni fyrir tveimur árum þegar finnska skrímslahljómsveitin Lordi vann nokkuð óvænt.

Í öðru og þriðja sæti urðu lögin frá Úkraínu og Grikklandi. 

Noregur hlaut langflest stig af Norðurlöndunum og var megnið af atkvæðagreiðslunni í kringum fimmta sæti og endaði þar með 182 stig. Ísland fékk 64 stig í 14. sæti, Danmörk fékk 60 stig í 15. sæti, Svíþjóð 47 stig í 18. sæti og Finnland 35 stig í 22. sæti.

Íslendingar gáfu Svíum þrjú stig, Finnum sjö stig, Frökkum átta stig, Norðmönnum tíu stig og Dönum tólf stig.  

Úrslitin í Eurovision söngvakeppninni 

Dima Bilan frá Rússlandi syngur til sigurs í Belgrad í …
Dima Bilan frá Rússlandi syngur til sigurs í Belgrad í kvöld. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler