Yndislegt og ekkert stress

Regína Ósk og Friðrik Ómar á sviðinu í undanúrslitakeppninni.
Regína Ósk og Friðrik Ómar á sviðinu í undanúrslitakeppninni. AP

„Þetta var alveg yndislegt, það var ekkert stress og ég vona bara að áhorfendur hafi séð hvað okkur leið vel,“ sagði Regína Ósk Óskarsdóttir um þá tilfinningu að syngja í lokakeppni Evróvisjón á laugardagskvöldið. Regína sagði að hún og Friðrik Ómar væru ánægð með sinn árangur í keppninni og sátt við fjórtánda sætið. „Okkur fannst fyrst og fremst sigur að komast upp úr forkeppninni. Svo vorum við í öðru sæti af Norðurlandaþjóðunum,“ bendir Regína á.

Hinn rússneski Dima Bilan fór með sigur af hólmi, en lagið hans átti ekki hljómgrunn meðal liðsmanna Eurobandsins. „Þetta var nú ekki uppáhaldslagið okkar, en lögin sem komu í næstu sætum á eftir voru mjög góð,“ sagði Regína en lag Úkraínu var í öðru sæti og Grikkland þar á eftir. „En það verður frábært fyrir keppendurna á næsta ári að fá að fara til Moskvu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant