Björk meðal gesta í eins árs afmæli Vatnasafnsins

Vatnasafnið í Stykkishólmi
Vatnasafnið í Stykkishólmi mbl.is/Gunnlaugur Árnason

Á laugardag var haldið upp á ársafmæli Vatnasafnsins í Stykkishólmi en safnið var opnað laugardaginn 5. maí 2007 og hafa rúmlega sjö þúsund gestir komið í safnið á þeim tíma sem liðinn er frá opnun þess. Afmælisdagskráin var vel sótt og bekkurinn  þétt setinn af gestum víða að úr heiminum en meðal þeirra var söngkonan Björk Guðmundsdóttir, að því er segir í frétt Skessuhorns.

 Listakonan Roni Horn var viðstödd afmælisdagskrána en Vatnasafnið hýsir verk listakonunnar,  og það var líka James Lingwood framkvæmdastjóri Art Angel samtakanna sem fjármagna verkefnið með stuðningi mennta- og samgönguráðuneyta og Stykkishólmsbæjar, að því er segir í frétt Skessuhorns.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant