Gefur bílinn sinn

Pamela Anderson unir sér vel í sviðsljósi fjölmiðlanna.
Pamela Anderson unir sér vel í sviðsljósi fjölmiðlanna. Reuters

Leikkonan brjóstgóða Pamela Anderson er með forgangsröðina á hreinu. Hún ætlar að selja sportbílinn sinn og láta allt söluandvirðið renna til dýraverndunarsamtakanna PETA.

Pamela hefur tekið virkan þátt í dýravernd undanfarin fimmtán ár og stóð fyrir skemmstu fyrir sölu á ýmsum einkamunum til að styrkja málstaðinn. Hún ætlar sjálf að hafa umsjón með sölu á Dodge Viper-sportbílnum sem er af árgerð 2000 og svartur að lit en Pamela lét að auki skreyta bílinn með hvítum sportröndum.

Af stakri hógværð kveðst Pamela vera skelfilegur bílstjóri og segir hún allt eins gott að hún losi sig við bílinn enda sé hann ákaflega kraftmikill og kannski fullkraftmikill í hennar tilfelli.

Bíllinn rennilegi verður seldur á uppboði dagana 21. og 22. júní á Planet Hollywood-hótelinu í Las Vegas. Þar verða seldir munir úr fórum fleiri stjarna, eins og ökuskírteini Alfreds Hitchcocks og upprunalegt handrit að kvikmyndinni Ben Hur með áritun Charltons Hestons.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant