Íslenska parið klippt út úr So You Think You Can Dance

Áhugi Íslendinga á So You Think You Can Dance hefur vaxið stöðugt síðan fyrsta þáttaröðin var sýnd og því ákvað Stöð 2 að kosta för íslenskra dansara í fjórðu þáttaröð. Gengið var frá þessu þegar Dan Karaty heimsótti landið á síðasta ári. Parið Hjördís Lilja Örnólfsdóttir og Steve Lorenz fór út í hæfnispróf fyrir hönd okkar Íslendinga.

Hjördís og Steve starfa bæði hjá Íslenska dansflokknum. Þau fóru til Milwaukee í lok mars og tóku þátt í hæfnisprufunum. Parið vakti mikla athygli í prufunum og kynnirinn, Cat Deeley, ræddi við þau í röðinni og aftur þegar inn var komið. „Ég fór á svið á undan Steve en ég hafði ekki gert ráð fyrir því fyrirfram að ég yrði taugaóstyrk,“ segir Hjördís. „Það breyttist þó eftir að við höfðum beðið í salnum allan daginn og horft á keppnina. Starfsfólkið gerði auðvitað í því að stressa okkur upp og það virkaði hjá þeim.“

Þættirnir eru nú þegar komnir í loftið í Bandaríkjunum en sýndir eru fjórir þættir úr áheyrnarprufunum. Þar koma íslensku dansararnir hvergi fram og áhorfendur eru því engu nær um hvernig þeim gekk.

24 stundir komust þó að því að ekki er nóg með að parinu hafi gengið einstaklega vel heldur komst Steve í hina eftirsóttu Las Vegas-viku. Þangað fóru um 200 manns af mörg þúsund sem mættu í prufur. Í Las Vegas eru dansararnir píndir í heila viku og að lokum eru 20 valdir til að taka þátt í keppninni. Þrátt fyrir þetta sést Steve ekki nema augnablik í þættinum og munu líklega fæstir taka eftir honum. Þetta mun vera vegna þess að útlendingar eru markvisst klipptir úr þættinum vegna reglna um atvinnuleyfi. Reglur keppninnar heimila útlendingum þátttöku en þeir eiga enga von um að komast áfram þar sem þau þurfa leyfi til að geta ferðast um Bandaríkin og haldið sýningar að lokinni keppni.

Aðstandendur þáttanna útvega ekki eða aðstoða með dvalarleyfi fyrir erlenda keppendur. Á hverju ári halda fleiri vongóðir dansarar til Bandaríkjanna í áheyrnarprufur án þess að gera sér grein fyrir að þeir munu aldrei birtast á skjánum.

Það er þó ekki útilokað að við sjáum parinu bregða fyrir á Stöð 2 en líklega verður sýnd önnur og alþjóðlegri útgáfa af þættinum hér á landi. Við á 24 stundum vonum að sjálfsögðu að við fáum að sjá þau Hjördísi og Steve.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson