Sarkozy skammar tæknimann

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti AP

Myndband á netinu sem sýnir Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, skamma tæknimann sjónvarpsstöðvar fyrir að heilsa honum ekki, hefur vakið mikla athygli. Yfir 300 þúsund manns hafa þegar horft á það. 

Forsetinn var staddur inn í sjónvarpsveri þar sem hann beið viðtals sem fara átti fram í beinni útsendingu. Forsetinn heilsaði tæknimanninum sem festi lítinn hljóðnema á bindi forsetans en þegar forsetinn fékk ekki kveðju tilbaka reiddist hann og sagði kveðju vera til marks um mannasiði. Þá sagði hann að tæknimaðurinn ætti kannski ekki að vinna fyrir sjónvarpsstöðina. „Ótrúlegt,“ sagði hann. Eflaust gerði Sarkozy sér ekki grein fyrir því að upptökuvélarnar voru komnar í gang og atvikið fest á filmu.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem myndband birtist á netinu sem sýnir Sarkozy reiðast. Frægast er eflaust myndbandið sem sýnir Sarkozy blóta óbreyttum borgara nokkrum sem neitaði að taka í hönd forsetans.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson