Fyrsta samkynhneigða parið giftist í kirkju

Katrín Þóra Víðisdóttir og Erla Björk Pálmadóttir við Melstaðarkirkju í …
Katrín Þóra Víðisdóttir og Erla Björk Pálmadóttir við Melstaðarkirkju í Miðfirði mbl.is/Karl Sigurgeirsson

Kærustuparið Katrín Þóra Víðisdóttir og Erla Björk Pálmadóttir verður fyrsta parið sem vígt verður í staðfesta samvist í íslenskri kirkju eftir að ný lög sem heimila slíkt tóku gildi 27. júní sl. Athöfnin verður í Melstaðarkirkju í Miðfirði í dag.

Katrín er þrítug og hefur verið búsett í Húnaþingi frá barnæsku og Melstaðarkirkja er hennar fermingarkirkja. Erla Björk er frá Geitabergi í Borgarfirði, gekk í Heiðaskóla og kirkjan hennar var Saurbæjarkirkja á Hvalfjarðarströnd. Þær hafa búið saman á Akranesi í hálft annað ár og festu nýverið kaup á íbúð. Á heimilinu er einnig hundurinn Kleopatra.

Þær höfðu áformað að fá borgaralega athöfn hjá sýslumanni á Akranesi og síðan blessunarstund í kirkju. Þeim var þá bent á hin nýsamþykktu lög, þar sem prestum var heimilað að gefa saman pör í staðfesta samvist.

Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur á Hvammstanga, mun gefa þær saman. Aðspurður segist Sigurður hafa átt þátt í að leiða til lykta deilumál um aðkomu kirkjunnar að blessun sambanda samkynhneigðra einstaklinga, en tekist var á um þau mál á prestastefnu á Húsavík á liðnu ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson