Abba sameinast í eina kvöldstund

Benny Andersson á frumsýningunni í London.
Benny Andersson á frumsýningunni í London. Reuters

Meðlimir hljómsveitarinnar Abba munu hittast á forsýningu kvikmyndarinnar Mamma Mia í Stokkhólmi í kvöld og er í fyrsta sinn í 22 ár sem Björn Ulvaeus, Benny Andersson, Anni-Frid Lyngstad og Agneta Fältskog hittast opinberlega.

Dagens Nyheter hefur þetta eftir Björn Ulvaeus sem gaf út þessa tilkynningu á blaðamannafundi í morgun, en myndin verður forsýnd í Rival kvikmyndahúsinu á Maríutorginu í Stokkhólmi.

Á þessari forsýningu verða fyrir utan Abba-meðlimina þau Meryl Streep, Pierce Brosnan og Colin Firth.

Síðasta opinbera framkoma allra fjögurra meðlima í Abba var 1986 þegar Stickan Anderson var „fórnarlambið" í sjónvarpsþættinum Hér er þitt líf þar sem farið var yfir farin veg og góðir gestir voru fengnir í sjónvarpssal, þar á meðal Abba.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson