Munir í eigu James Brown á uppboði

James Brown, guðfaðir sálartónlistarinnar.
James Brown, guðfaðir sálartónlistarinnar. Reuters

Fatnaður og munir sem voru í eigu guðföður sálartónlistarinnar, James Brown, verða boðnir upp hjá uppboðshúsinu Christie´s í New York.

Aðdáendur Browns, sem lést á jóladag árið 2006, geta boðið í hundruð gripa sem tengjast lífi söngvarans, m.a. hljóðfæri, verðlaun og jafnvel úðabrúsa með hárspreyi í.

Þeir sem standa að uppboðinu vonast til þess að safna einni milljón dala sem verður og verður féð varið í að greiða útstandandi skuldir við skattayfirvöld, segir á fréttavef BBC:

Simeon Lipman, sem hefur yfirumsjón með hlutum sem tengjast poppmenningunni hjá Christie's, segist hafa undir höndum frábæra muni, sem eru metnir allt frá 200 dölum upp í 30.000 dali 

Meðal ódýrari muna er kveikjari, áletruð sígarettuaskja og James Brown dúkka, sem syngur „I Feel Good“ þegar ýtt er á hana.

Svört skikkja, sem nafn söngvarans er saumað í, Grammy-verðlaun, sem Brown hlaut árið 1986 fyrir „Living in America“ og Yamaha-flygill eru á meðal þeirra muna sem þykja hvað mest spennandi.

Meðal muna sem verða boðnir upp eru Grammy-verðlaun sem Brown …
Meðal muna sem verða boðnir upp eru Grammy-verðlaun sem Brown hlaut árið 1986. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant