Óvíst með framhald á trílógíu Pullmans

Úr myndinni Gullna áttavitanum.
Úr myndinni Gullna áttavitanum.

Flest virðist benda til þess að ekki verði af gerð framhaldsmyndar byggðrar á bókaröð Philip Pullmann sem á frummálinu gengur undir nafninu His Dark Materials.

Kvikmyndin Gyllti áttavitinn var sýnd í bíóhúsum í lok síðasta árs en fékk ekki eins góða aðsókn vestanhafs og framleiðendur höfðu vonast eftir.

Hörð mótmæli kristinna trúarhópa eru talin hafa átt verulegan þátt í hinni dræmu aðsókn, en í þeim söguheimi sem Pullmann lýsir ræður skelfileg kaþólsk valdastofnun heiminum og nær bókaröðin hámarki með orrustu við sjálft himnaríki.

Áður hafði verið sagt að von væri á framhaldsmynd í lok árs 2009. Höfundur bókanna segist hinsvegar í samtali við Independent ekkert hafa heyrt frá framleiðendum myndanna um framhaldið og það þýði væntanlega að næsta mynd í þríleiknum, Lúmski hnífurinn  verði ekki kvikmynduð á næstunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler