Bítlabanninu aflétt

Bítlarnir Paul McCartney, Ringo Star, George Harrison og John Lennon
Bítlarnir Paul McCartney, Ringo Star, George Harrison og John Lennon Reuters

Bítillinn Paul McCartney hefur verið boðinn velkominn til Ísraels til þess að halda þar tónleika, en yfirvöld þar í landi settu bann við því að Bítlarnir kæmu þar fram fyrir 43 árum. Ekki hefur verið gengið frá samningum en viðræður eru í gangi milli tónleikahaldara og starfsmanna McCartney.

Bannið við bítlatónleikunum var sett árið 1965 af þáverandi menntamálaráðherra landsins David Zarzevski. Ástæðan var sú að yfirvöld óttuðust að hljómsveitin og tónlist hennar myndi spilla ungdómnum í landinu. Fyrr á þessu ári baðst sendiherra Ísraels í Bretlandi afsökunnar á banninu þegar hann var á ferð í heimabæ Bítlanna í Liverpool og sagði að um misskilning hefði verið að ræða. Hann sendi jafnframt Paul McCartney og Ringo Starr og ekkjum þeirra George Harrisons og John Lennons afsökunarbréf þar sem hann sagði landa sína hafa misst af miklu með því að koma í veg fyrir að jafn áhrifamikil sveit kæmi þar fram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler