Ábreiður af Abba-klassík á toppinn

Meryl Streep er orðin vinsæl söngkona.
Meryl Streep er orðin vinsæl söngkona. Reuters

Geislaplata með lögum úr myndinni Mamma Mia! er komin á topp tónlistans og leysir þar 100 bestu lög lýðveldisins af hólmi.

Á plötunni eru lög Abba sungin af Hollywood-stjörnum á borð við Meryl Streep, Pierce Brosnan, Colin Firth og Stellan Skarsgård og virðist það vera blanda sem hugnast íslenskum plötukaupendum sérlega vel, en skífan fer úr fjórða sætinu á toppinn.

Á fimmtudaginn eftir viku, þann 7. ágúst kl. 20, geta þessir plötukaupendur svo hópast í Háskólabíó til þess að taka undir með Meryl og félögum á sérstakri „sing-along“ sýningu á myndinni.

Elva Ósk Ólafsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir verða forsöngvarar en vitaskuld fá allir að syngja með sínu nefi. Slíkar gagnvirkar sýningar eru þekktar ytra, Rocky Horror Pictureshow hefur til dæmis gengið lengi á svona sýningum sums staðar, og svo er að sjá hvort íslenskir bíógestir fái nú í kjölfarið að vera virkari þátttakendur í bíó.

Að öðru leyti eru litlar væringar á listanum.

Þeir Örn Árnason og Óskar Pétursson taka þó gott stökk með Yfirlitsbræður úr 26. sæti í það 12. og hástökkvarinn er Islandica sem fer úr 33. sætinu í það 15. með Rammíslenskt.

Lifðu lífinu og komdu við hjörtu

Það er auðvelt að rugla lagalista þessarar viku saman við þann síðasta, þar sem einu breytingarnar á topp fimm eru þær að Buff og Sálin hans Jóns míns skipta á þriðja og fjórða sætinu. Coldplay halda toppsætinu með „Viva la Vida“, titillagi nýrrar geislaplötu sveitarinnar, en titillinn er á spænsku og útleggst „lifðu lífinu“. Á hæla þeirra kemur Hjaltalín sem fyrr með „Þú komst við hjartað í mér“ og Land og synir stoppa í fimmta sæti eftir mikil hástökk í síðustu viku.

Hástökkvarar

Þeir Björn Jörundur, Daníel Ágúst og félagar í hinni fornfrægu sveit Nýdönsk halda áfram að skeiða upp listann og stökkva nú úr 14. sæti í það sjötta með lagið „Náttúru“ og virka þeir Nýdanskir hvað líklegastir til þess að ógna Coldplay á næstunni. Þá stekkur Duffy úr 31 sæti í það áttunda með „Warwick Avenue“.

Hástökkvarinn er svo Páll Óskar sem stekkur úr 38. sæti í það tólfta með „Sama hvar þú ert“. Honum væri þá væntanlega sama þótt hann klifraði upp í toppsætið áður en yfir lýkur.

Hins vegar er ekki eitt einasta nýtt lag á lista en það hlýtur að fara að koma tími á nýja smelli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant