Næstu Harry Potter-mynd seinkað

Daniel Radcliffe í hlutverki Harry Potter.
Daniel Radcliffe í hlutverki Harry Potter. Reuters

Frumsýningu sjöttu kvikmyndarinnar um Harry Potter var í gær seinkað um átta mánuði, eða þar til í júlí á næsta ári, að því er kvikmyndaverið Warner Bros greindi frá. Kynningar á myndinni í kvikmyndahúsum hófust í síðustu viku.

Áætlað var að myndin yrði frumsýnd í nóvember, en framkvæmdastjóri Warner segir að ákvörðun um frestunina hafi verið tekin til að styrkja framboð versins á myndum næsta sumar.

Aðsókn að kvikmyndahúsum er mikil á sumrin, og fá kvikmyndaverin í Hollywood allt að 40% af árstekjum sínum af sumarvertíðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant