Britney hóf fíkniefnaneyslu 15 ára

Lynne Spears (í miðju) kemur út af sjúkrahúsi í Los …
Lynne Spears (í miðju) kemur út af sjúkrahúsi í Los Angeles í janúar þegar Britney var lögð inn á geðdeild. AP

Britney Spears hóf kynlíf fjórtán ára og fór að neyta fíkniefna þegar hún var fimmtán, að því er móðir hennar segir. Ennfremur heldur Lynne Spears því fram, að Britney hafi byrjað að drekka 13 ára og fyrst verið boðið upp á fíkniefni er hún fór til Los Angeles að tak upp fyrsta smellinn sinn.

Frá þessu segir Lynne í bók sinni, Through the Storm. Þar ber hnekkir hún þeirri sögusögn, að Britney hafi misst meydóminn er hún var með Justin Timberlake.

Sannleikurinn sé sá, að Britney hafi fyrst byrjað kynlíf með 18 ára ruðningsboltaleikmanni þegar hún var í skóla í Kentwood í Louisiana áður en hún varð fræg.

Þá segir Lynne, að Britney hafi verið gripin með kókaín og kannabis um borð í einkaþotu þegar hún var aðeins 16 ára.

Samband Britneyjar og Lynne hefur verið stormasamt síðan Britney skildi við Kevin Federline fyrir tveim árum.

Lynne viðurkennir í bók sinni að hún sjái eftir því að hafa látið framkvæmdastjórum Britneyjar eftir að stjórna tónlistarferli hennar og látið óátalið að hún væri markaðssett sem kyntákn er hún var 17 ára í myndbandi með laginu Baby One More Time.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson