Ekkert kynlíf fyrir hjónaband

Jordin Sparks sýnir meydómshringinn.
Jordin Sparks sýnir meydómshringinn. Reuters

Bandaríska söngkonan Jordin Sparks, sem bar sigur úr býtum í Idol-keppninni 2007, gengur með sérstakan meydóms-hring sem tákn um að hún ætli ekki að stunda kynlíf áður en hún gengur í hjónaband.

Sparks kom fram á MTV-verð- launahátíðinni á sunnudagskvöld, þar sem hún gerði þetta að umtalsefni. „Ég hef bara eitt að segja um svona hringa. Það er ekki slæmt að vera með þá vegna þess að það eru ekki allir sem vilja vera druslur, hvorki stelpur né strákar,“ sagði Sparks, sem er 18 ára gömul. Ástæða þess að Sparks ræddi þessi mál var sú að kynnir hátíðarinnar, Bretinn Russell Brand, gerði grín að hljómsveitinni Jonas Brothers, en meðlimir hennar ganga allir með samskonar hring. Brand sagði m.a. að þeir ættu að nýta frægð sína til þess að komast í kynni við stúlkur. „Smá kynlíf hefur aldrei skaðað neinn,“ sagði Brand meðal annars.

Brand er þekktur af bleksvörtu skopskyni sínu, einkum í Bretlandi, þar sem hann hefur m.a. stýrt sérstökum umræðuþætti um Big Brother-raunveruleikaþættina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson