Jolie og Pitt áhrifamestu stjörnurnar

Angelina Jolie og Brad Pitt.
Angelina Jolie og Brad Pitt. Reuters

Bandarísku leikararnir Angelina Jolie og Brad Pitt eru nú komin í Heimsmetabók Guinness en þau eru talin vera áhrifamestu stjörnurnar á jörðinni. Eru þau Jolie og Pitt, sem nýlega eignuðust tvíbura og áttu fyrir fjögur börn, búin að velta Tom Cruise og Jennifer Aniston úr sessi.

Ritstjórar heimsmetabókarinnar útbúa listann yfir áhrifamesta fræga fólkið með því að mæla netleit, fréttir í fjölmiðlum og tekjur. Þau Pitt og Jolie eru þó ekki þeir skemmtikraftar, sem mest er leitað að á netinu. Þann heiður fær poppstjarnan Britney Spears, sem hefur ýtt stöllu sinni Paris Hilton úr því sæti.

Af öðrum upplýsingum um fræga fólkið, sem koma fram í útgáfu heimsmetabókarinnar fyrir árið 2009, má nefna, að leikarinn Samuel L. Jackson hefur aflað kvikmyndaverum mestra tekna en tekjur af þeim 68 kvikmyndum, sem hann hefur leikið í, nema samtals 7,42 milljörðum dala.

Leikstjórinn Tim Burton og leikarinn Johnny Depp eru þeir samstarfsmenn sem hafa aflað mestra kvikmyndatekna en þær sex kvikmyndir, sem þeir hafa unnið saman að hafa aflað 986 milljóna dala tekna. Meðal myndanna eru Edward Scissorhands og Sweeney Todd.

Þá er kvikmyndaröðin um James Bond sú sem aflað hefur mestra tekna. Um er að ræða 21 kvikmynd frá árinu 1962 og nema tekjurnar 4,49 milljörðum dala.

Sjónvarpsþátturinn Lost er sá sem mest er sóttur á netinu. Hins vegar er House, sem Hugh Laurie leikur aðalhlutverkið í, nú vinsælasti sjónvarpsþáttur heims. 

Heimsmetabókin kemur í verslanir síðar í vikunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson