Þyngsti maðurinn kvænist

Þyngsti maður í heimi, samkvæmt Heimsmetabók Guinness, mun ganga að eiga unnustu sína síðar í mánuðinum. Mexíkóinn Manuel Uribe, sem er 42 ára gamall, og Claudia Solis hafa verið par í nokkur ár. Uribe getur ekki gengið og ef hann fer að heiman þarf að draga sérstaklega styrkt rúm hans út úr húsinu og eftir götum borgarinnar Monterrey, þar sem hann býr.

Árið 2006 var Uribe skráður í heimsmetabókina, þegar hann var 560 kíló. Þá hafði hann verið á 14 ára átkúr, þar sem hann skóflaði í sig skyndibitamat daginn út og inn.

Samkvæmt dagblaðinu Daily Mail segist Uribe nú ætla að tína af sér kílóin. Hann hefur þegar misst um 250 kíló í megrunarátaki og í stað hamborgara og tortilla samanstendur máltíð hjá honum nú af fiskisúpu, greipaldini, hálfu epli og 18 hnetum.

„Fólk heldur að ég geti borðað heila kú en þetta er ekki bara ofát, þetta er líka hormónavandamál,“ segir Uribe.

Læknar hafa tekið undir þessi orð bifvélavirkjans fyrrverandi, að við hormóna sé að sakast.

Uribe sagðist mundu borða einn bita af brúðkaupstertunni „fyrir myndavélarnar“ en síðan borði hann ekki meira af henni. Megrunarkúrinn leyfi það ekki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson