George Michael og Björgólfur Thor á Sirkus

George Michael
George Michael Reuters

Gríðarleg aðsókn hefur verið að Sirkus-barnum sem opnaður var á Frieze-listkaupstefnunni í London í fyrrakvöld, en um er að ræða innsetningu á vegum Kling & Bang-hópsins. Barinn, sem áður var til húsa við Klapparstíg í Reykjavík, var endurreistur fyrir kaupstefnuna og var reynt að líkja sem mest eftir frummyndinni.

Mikið fjör var á opnunarhátíðinni í fyrrakvöld og mátti sjá mörg þekkt andlit á barnum. Þar á meðal var popparinn George Michael sem mætti til leiks ásamt fríðu föruneyti. Kappinn mun þó hafa látið fremur lítið fyrir sér fara. Fleira þekkt fólk lét sjá sig, til dæmis tískuhönnuðurinn Vivian Westwood og athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson.

Að sögn Úlfs Grönvolds, sem stýrði endurbyggingunni, gekk opnunin vonum framar. „Við viljum meina að við höfum unnið gullið. Það var alveg stappað út úr dyrum og stelpurnar í Gjörningaklúbbnum voru með gjörninga. Þær voru náttúrlega eins og þær eru vanar, mölvandi kampavínsglös og skjótandi þeim út í loftið. Þannig að það var allt orðið útatað í kampavíni, og meira að segja gerviblóði.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant